Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 19:00 Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar. vísir/arnar Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira