Fjölskyldan segir fjölda starfsmanna skemmtigarðsins hafa hunsað stúlkuna á sérstökum viðburði fyrr í mánuðinum þar sem starfsmenn klæddir sem Sesamstrætisbúar heilsa upp á unga gesti garðsins.
Fjölskyldan hefur nú ákveðið að lögskæja skemmtigarðinn vegna atviksins og krefur hann um 25 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur.
#BabyPaige & her cute lil friends went to @SesamePlace this weekend to celebrate Paige's 4th birthday & this is how #SesamePlace treated these beautiful Black children. I'm HOT. pic.twitter.com/wATjpRzUF1
— Leslie Mac (@LeslieMac) July 17, 2022
Í kæru fjölskyldunnar segir að fjórir starfsmenn garðsins, klæddir sem Sesamstrætisbúar, hafi hunsað feðginin Quinton Burns og Kennedi Burns og aðra svarta gesti á viðburðinum 18. júlí síðastliðinn. Jafnframt segir að á sama tíma hafi starfsmennirnir fúslega heilsað upp á aðra hvíta gesti garðsins.
Myndband af atviki þar sem starfsmaður skemmtigarðsins hunsar tvær stúlkur sem eru að reyna að ná athygli hans hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Í kjölfar þess að myndbandið fór í dreifingu birti skemmtigarðurinn afsökunarbeiðni á Instagram þar sem þau sögðust mundu bæta úr þjálfun starfsmanna sinna.