Dortmund er nú í leit að nýjum framherja í kjölfar þess að Sebastian Haller, sem félagið keypti frá Ajax í sumar, greindist með æxli í eistum og er á leið í lyfjameðferð sem mun halda honum frá vellinum í nokkra mánuði, hið minnsta.
Simeone er sonur Diego, þjálfara Atletico, og átti sitt besta tímabil á ferlinum á síðustu leiktíð þegar hann gerði 17 mörk í 35 leikjum fyrir Verona í ítölsku úrvalsdeildinni.
Giovanni er 27 ára gamall og hefur leikið fimm landsleiki fyrir Argentínu.
Hellas Verona hafa sett átján milljóna evra verðmiða á kappann en Dortmund greiddi rúmar 30 milljónir evra fyrir Haller fyrr í sumar.