Grindvíkingar séu tilbúnir Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2022 22:56 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir bæjarbúa tilbúna með allar viðbragðsáætlanir. Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22