Innlent

Þyrluflugstjóri kominn aftur til vinnu þótt rannsókn lögreglu standi enn yfir

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrluflugstjórinn sem var sendur í leyfi frá vinnu í vor er snúinn aftur vegna manneklu.
Þyrluflugstjórinn sem var sendur í leyfi frá vinnu í vor er snúinn aftur vegna manneklu. Vísir/Vilhelm

Þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni sem var sendur í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot sneri aftur til starfa í dag þrátt fyrir að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Að sögn Landhelgisgæslunnar er mannekla ástæðan fyrir endurkomu mannsins.

Þetta kemur fram í frétt Rúv um málið.

Þar kemur fram að þyrlustjórinn hafi verið sendur í leyfi um miðjan maí vegna máls sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum Rúv er maðurinn grunaður um kynferðisbrot utan vinnustaðar en rannsókn málsins stendur enn yfir og óvíst er hvenær henni ljúki.

Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni, staðfesti við Rúv að þyrlustjórinn kæmi aftur til starfa nú um mánaðamótin og sagði að ekki þætti forsvaranlegt að skerða viðbragðsgetu þyrlusveitar á meðan málið væri til rannsóknar.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að ákveðið hafi verið að senda flugstjórann í leyfi frá störfum í vor eftir að stjórn Landhelgisgæslunnar barst vitneskja um rannsóknina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×