Fótbolti

Himinn og haf á milli mats félaganna á virði Seskos

Hjörvar Ólafsson skrifar
Benjamin Sesko skoraði mark Red Bull Salzburg gegn Liverpool. 
Benjamin Sesko skoraði mark Red Bull Salzburg gegn Liverpool.  Vísir/Getty

Forráðamenn Manchester United eru í viðræðum við kollega sína RB Salzburg um kaup á hinum afar spennandi framherja Benjamin Sesko.

Miklu munar á mati félaganna á hvert sé sanngjarnt verð fyrir þennan 19 ára gamla leikmann sem á fjögur ár eftir af samningi sínum hjá RB Salzburg.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sesko nú þegar leikið 13 leiki fyrir A-landslið Slóveníu en hann skoraði 11 mörk og gaf auk þess sex stoðsendingar í þeim 12 leikjum sem hann lék fyrir RB Salzburg á síðasta keppnistímabili.

Þá skoraði Sesko sigurmark austurríska liðsins þegar liðið lagði Liverpool að velli með einu marki gegn engu í æfingaleik liðanna á dögunum. Chelsea og Newcastle United eru á meðal þeirra félaga sem hafa einnig áhuga að að krækja í slóvenska sóknarmanninn.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×