Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum Sverrir Mar Smárason skrifar 3. ágúst 2022 22:09 Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, mætti í viðtöl eftir leik í kvöld. vísir/bára Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum. Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Við sýndum það og sönnuðum að við erum frábært fótboltalið þegar allir eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan sem við gerðum í dag. Þess vegna uppskárum við eins og við sáðum,“ sagði Helgi. FH byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á Val en eftir að hafa staðist þá pressu þá tóku Valsmenn yfir leikinn. „Fyrsta korterið vorum í smá vandræðum en engum alvarlegum vandræðum. Síðan unnum við okkur inn í leikinn og frá 20. mínútu þá fannst mér við vera mun betra liðið það sem eftir lifði leiks. Fengum fullt af góðum upphlaupum, fullt af góðum sóknum og hefðum með smá heppni getað skorað fleiri mörk. Fyrst og fremst þá héldum við markinu okkar hreinu það var kominn tími á það. Gerðum það vel, skorum tvö mörk, frábær sigur og við þurfum að byggja ofan á þetta. Fögnum vel í kvöld og svo erum við bara einbeittir á næsta verkefni,“ sagði Helgi. Mörkin tvö sem Valur skoraði komu á góðum tímapunktum. Það fyrri rétt fyrir hálfleikinn og það síðara á 64. mínútu eftir að FH hafði verið að setja pressu að marki Vals. Léttir að fá mörk á þessum augnablikum í leiknum að mati Helga. „Sérstaklega að fá mark fyrir hálfleik og fá „boost“ inn í hálfleikinn og um leið gerir það smá svekkelsi á FH-liðið. Við nýttum okkur það og komum vel út í seinni hálfleik. Fengum gott upphlaup og skoruðum mark og síðan var þetta eiginlega aldrei í hættu. Ef eitthvað er þá áttum við að vinna þetta stærra,“ sagði Helgi. Það var töluvert annar bragur á sóknarleik Vals í kvöld miðað við síðustu vikur og mánuði. Mun betra flæði og léttara yfirbragð. „Menn þorðu að halda í boltann. Það var uppleggið að þora að halda í hann og svo að fara hátt upp með bakverðina og við nýttum okkur þau svæði sem þar mynduðust. Fyrsta markið kemur þegar Birkir fær boltann hátt uppi á vellinum, kemur með hann fyrir og við erum með marga menn inni í teig. Einhvern vegin náðum við að koma boltanum í netið þar. Þetta er það sem við þurfum að gera áfram. Að fara hátt upp með liðið en líka inni á milli að þora að halda boltanum, lokka liðin ofar og nýta okkur svæðin sem þá myndast,“ sagði Helgi um sóknarleikinn í kvöld. Valsmenn fara í 24 stig með sigrinum í kvöld og úrslit undanfarinna daga hafa fallið með Val í baráttunni í efri hlutanum. Einn leikur í einu segir Helgi. „Markmiðið er bara að vinna leiki. Bara að vinna næsta fótboltaleik og safna stigum. Svo sjáum við hvað það gefur okkur í lokin. Ég held að það sé bara heillavænlegast að taka einn leik í einu og við ætlum að komast eins ofarlega í töfluna og mögulegt er. Það er nóg eftir af þessu móti og við getum farið allt sem við viljum en til þess þurfum við að vera 100% einbeittir eins og við vorum í kvöld,“ sagði Helgi að lokum.
Valur FH Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Í beinni: Valur-FH | Óli Jó fær gömlu lærisveinana í heimsókn Valur mætir FH í Bestu deild karla í fótbolta klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson mætir FH-liði sem hann stýrði fyrr í sumar. 3. ágúst 2022 18:30