Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Starfandi heimilislæknar eru of fáir og kemur þeim til með að fækka á næstu árum. vísir/ernir Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni. Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent