Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 23:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Getty/Drew Angerer Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08