Innviðir nærri kjarnorkuverinu skemmdust töluvert samkvæmt færslu úkraínska kjarnorkufyrirtækisins Energoatom á samskiptamiðlinum Telegram. Slökkt hefur verið á einum kjarnakljúfi og neyðaráætlun hefur verið virkjuð.
Í færslunni segir að verksmiðjan sé enn undir stjórn rússneskra hersveita. Starfsfólkið kjarnorkuversins, sem er frá Úkraínu, leggi kapp á að tryggja öryggi en hætta er talin á því að geislavirk efni leki út. Guardian greinir frá.
Eins og fyrr segir er kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Rússneskar hersveitir náðu yfirráðum yfir Zaporizhzhya hinn 4. mars, þegar árás var gerð á borgina Energodar í suðausturhluta Úkraínu, þar sem kjarnorkuverið er staðsett.