Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2022 13:08 Magnús Karl segir að millistjórnendur og skrifstofufólk séu ekki vandamálið. Háskóli Íslands Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12