Bræðurnir höfðu myndband undir höndum þar sem maðurinn kvaðst ætla að gefa þeim íbúðina af fúsum og frjálsum vilja. Dómari mat sönnunargagnið ótrúverðugt og sagði það þvert á móti staðfesta að maðurinn hafi ekki áttað sig á gjörðum sínum.
Fyrir dómi héldu bræðurnir fast við fyrri skýringar, sem dómari taldi ekki halda vatni, en Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn hafi látist í febrúar á þessu ári.
Rétt þótti að dæma bræðurna þrjá í þriggja ára fangelsi fyrir brotið. Lögmaður bræðranna furðar sig á dómnum og kveðst mögulega ætla að áfrýja.