„Við erum öflugir í lok leikja“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Hulda Margrét „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. „Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
„Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17