Edda les sinn síðasta fréttatíma í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Edda í fréttasettinu í Skaftahlíð. Edda Andrésdóttir hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í næstum þrjátíu ár en á fimmtíu ára feril að baki í fjölmiðlum. Á þeim tímapunkti hefur hún ákveðið að hætta að lesa fréttir en hún er ekki endilega hætt í fjölmiðlum. Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Byrjaði á Vísi Fjölmiðlaferill Eddu hófst þegar hún varð blaðamaður á Vísi 1972. Eftir það ritstýrði hún meðal annars tímaritinu Hús og híbýli, vann í útvarpi og við dagskrárgerð á RÚV þar sem hún starfaði einnig sem fréttamaður og fréttalesari. Árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur verið í fjölbreyttum verkefnum; gert viðtals- og skemmtiþætti og verið gestgjafi Kryddsíldar en fyrst og fremst hefur hún verið á skjám landsmanna á kvöldmatartíma að segja þeim fréttir. En í kvöld les hún sinn síðasta kvöldfréttatíma. Edda hefur í gegnum tíðina verið gestgjafi Kryddsíldar á gamlársdag.vísir/egill „Ég er svo lánsöm að fá að taka þessa ákvörðun sjálf og það hefur til dæmis verið rætt að ég geri hugsanlega einhverja þætti á Stöð 2. Hér er að minnsta kosti engin regla í gildi um aldursmörk,“ segir Edda sem fagnar stórafmæli í lok árs þegar hún verður sjötug. Edda hefur unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og samstarfsfólkið á fréttastofunni mun sakna hennar sárt úr fréttastúdíóinu. Edda í góðu stuði með samstarfsmönnum sínum; Sigmundi Erni, Loga Bergmann og Kristjáni Má, í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 2007.vísir/egill Fyrirmynd og fagmanneskja „Edda er mikil fyrirmynd og hefur verið örlát á ráð og visku sína í gegnum tíðina hér á fréttagólfinu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar og lýsir Eddu sem fagmanneskju fram í fingurgóma. „Hún er óskaplega vandvirk. Það var til dæmis, næstum, ómögulegt að finna einhver mistök sem hún hefur gert í beinni útsendingu til að stríða henni á þessum tímamótum. Svo er hún bara með svo hlýja og góða nærveru, eins og allir landsmenn finna sem hlusta á hana flytja fréttirnar. Við munum sannarlega sakna hennar.“ Edda sá um afmælisþátt Stöðvar 2 þegar stöðin fagnaði 35 ára afmæli sínu síðasta haust. Hér er hún að spjalla við Þórhall Gunnarsson framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn.vísir/egill En hvernig er tilfinningin að kveðja fréttastofuna eftir öll þessi ár? „Ljúfsár. Söknuður – en ég tek líka með með mér minningar um frábær ár með einstöku samstarfsfólki í þessu spennuþrungna andrúmslofti sem fylgir því að senda út fréttir á slaginu á hverju kvöldi. Þar sem allt snýst um sekúndur, einbeitingu og tilfinningar því fréttir eru jú bæði góðar og skelfilegar. Þessu fylgir sérstakur taktur og ætli hann fylgi mér ekki bara hér eftir,“ segir Edda sem les síðasta fréttatímann sinn á Stöð 2 í kvöld klukkan hálf sjö. Edda hóf feril sinn sem blaðamaður á Vísi árið 1972 eða fyrir sléttum fimmtíu árum.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira