Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 20:15 Málverkið Sol Poente eftir Tamara do Amaral sem fannst í lögreglurassíunni. AP Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu. Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP Brasilía Myndlist Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP
Brasilía Myndlist Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira