„Guðfaðir glímunnar“ sem kenndi bæði Bruce Lee og Chuck Norris er allur Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 23:38 Gene LeBell ásamt Sylvester Stallone við gerð myndarinnar Lock Up frá 1989 Skjáskot Áhættuleikarinn og júdómeistarinn Gene LeBell, sem var gjarnan kallaður „Guðfaðir glímunnar“ og kenndi bæði Chuck Norris og Bruce Lee, er látinn 89 ára að aldri. Ásamt því að keppa í júdói og bandarískri glímu lék LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund myndum. Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig. Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Kellie Cunningham, fjárhaldsmaður og viðskiptastjóri LeBell, greindi The Hollywood Reporter frá því að LeBell hefði látist í svefni á þriðjudagsmorgun. Gene LeBell fæddist 1932 í Los Angeles. Hann fór ungur til Japan að læra júdó en áhugann á bardagaíþróttum þurfti hann ekki að sækja langt af því móðir hans, Aileen Eaton, vann sem mótshaldari hnefaleikabardaga. Hún var jafnframt fyrsta konan sem hlaut inngöngu inn í Alþjóðlega frægðarhöll hnefaleika. Eftir að LeBell sneri aftur til Bandaríkjanna vann hann tvo Bandaríkjatitla í júdói árin 1954 og 1955 áður en hann sneri sér að atvinnuglímu þar sem hann naut mikilla vinsælda. LeBell tók einnig þátt í fyrsta sjónvarpaða MMA-bardaganum árið 1963 þegar hann barðist við og sigraði Milo Savage í Salt Lake City. „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu“ Samhliða því að keppa og reka NWA Hoolywood Wrestling, Los Angeles-umdæmi bandaríska glímusambandsins, frá 1968 til 1982 vann LeBell sem áhættuleikari í meira en þúsund kvikmyndum, frá sjötta áratugnum fram á annan áratug þessarar aldar. Hann sagði sjálfur „hver einasta stjarna í Hollywood lúskraði á mér.“ En þar á meðal má nefna stjörnur á borð við John Wayne, Elvis Presley, Gene Hackman og Burt Reynolds. Þá sagði hann einnig „Því oftar sem þú ert kýldur í nefið, því ríkari ertu.“ View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) En LeBell kenndi líka fjölda fólks glímubrögð sín og uppgjafartök og þjálfaði hann meðal annars MMA-bardagakonuna Rondu Rousey, hinn eitilharða Chuck Norris og karatekappanum Bruce Lee. Fræg kynni LeBell af Bruce Lee þar sem hann yfirbugaði bardagakappann urðu meðal annars innblástur að Cliff Booth, persónu Brad Pitt í Once Upon a Time in Hollywood eftir Tarantino. Þá er önnur fræg saga til af LeBell þegar hann var að vinna að gerð myndarinnar Out For Justice með Steven Seagal árið 1991. Seagal á þar að hafa sagt við LeBell að sökum aikido-þjálfunar sinnar gæti enginn gert hann meðvitundarlausan með glímutaki. LeBell lét á það reyna og tók Seagal hálstaki með þeim afleiðingum að það leið yfir Seagal og hann kúkaði á sig.
Andlát MMA Júdó Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira