Portúgalska knattspyrnusambandið hefur nefnilega dæmt Coentrao í eins leiks bann og sektað hann um 850 evrur eða um 120 þúsund krónur.
Fábio Coentrão já terminou carreira... mas foi punido com 1 jogo de suspensão devido a incidentes num jogo contra o Boavista, em abril de 2021 pic.twitter.com/xrP1PdzLhX
— B24 (@B24PT) August 9, 2022
Ástæðan eru móðganir og ítrekuð brot í 3-3 jafnteflisleik Rio Ave á móti Boavista í apríl á síðasta ári.
Coentrao hefur ekki spilað fótboltaleik síðan hann kvaddi Rio Ave í tapleik 30. maí 2021.
Hann tilkynnti í framhaldinu að hann væri hættur og snéri sér að fiskveiðum þar sem hann stjórnar flota fiskibáta í Setubal. Um 45 manns vinna fyrir Coentrao í dag.
Portúgalska knattspyrnusambandið og portúgalska deildin kenna hvoru öðru um það hversu lengi málið var að flækjast í kerfinu.
"There is no shame in life at sea as many people think. True men are those who go to the sea. I want to reach my 40s and have 10 ships."
— Charles Boehm (@cboehm) August 11, 2022
From the quotes to the absurd FPF bureaucratic delay on his discipline, so much to enjoy in this piecehttps://t.co/x7r6tyvRDK
Sambandið á hafa bent tvisvar sinnum á atvik sem þyrfti að skoða á meðan deildin segist alltaf reyna að taka agamál fyrir sem fyrst.
Coentrao sagði að faðir hans hafi alltaf átt bát og var mjög áhugasamur um fiskveiðar.
„Ég vissi að fótboltaferillinn myndi enda einn daginn og lífið tæki nýja stefnu. Mín hamingja í dag er sjórinn og þetta líf. Það er engin skömm að vera sjómaður eins og sumir halda. Sannir menn eru þeir sem fara út á sjó,“ sagði Fabio Coentrao í viðtali í desember síðastliðinn.