17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði Anna Lilja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Það varst þú Kátur minn. En við höfðum ekkert um þetta að segja - þú valdir okkur. Þegar þú varst orðinn nógu gamall til að skipta um heimili, sóttum við þig. Tvær litlar stelpur æptu af gleði og fóru í hundanáttföt þér til heiðurs. Þú sprangaðir gleiðgosalega um heimilið, lagðir blessun þína yfir aðstæður og lagðist til svefns. Svo sætur, svo ósköp sætur. Litlu stelpurnar sungu um þig lag: Karamellufeldur, súkkulaðiaugu, lakkrísnebbi og brjóstsykurshjarta. Nú voru fimm í fjölskyldunni. Lífið leið. Stelpurnar stækkuðu, urðu unglingar sem hefðu aldrei látið sjá sig í hundanáttfötum. Kláruðu grunnskóla, menntaskóla, fóru í háskóla. Urðu fullorðnar. Fullorðna fólkið varð enn fullorðnara. Gleði, sorgir, hlátur, grátur. Alls konar áfangar. Eins og gengur og gerist. Kátur. Þú varst alltaf til staðar. Tveggja ára gamall varstu óbærilegur. Hlýddir engu og snerir upp á þig eins og þóttafullt enskt hefðarmenni frá 18. öld þegar átti að siða þig til. En þú þroskaðist í sannkallaðan fyrirmyndarhund. Ótal leyndarmálum var hvíslað í sperrt þríhyrningseyru. Mjúkur feldur tók endalaust við tárum. Alla daga tókstu á móti okkur, fögnuðurinn alltaf jafn sannur og mikill eins og stórfenglegustu hátíðahöld allra tíma stæðu fyrir dyrum. Hjá þér voru jól, páskar og stórafmæli á hverjum degi, hver dagur ævintýri sem beið þess að gerast. Alltaf til í allt, alltaf glaður, alltaf kátur. Elsku Kátur. Sámur, sá vitri hundur sem varaði Gunnar á Hlíðarenda við óvinum hans, nafni hans, forsetahundur Ólafs Ragnars og Dorritar og svo Samson arftaki hans. Plútó hans Mikka, Tobbi hans Tinna og Tinkerbell hennar Parisar Hilton. Ég man ekki eftir fleiri frægum hundum í svipinn. Kannski verða fáir hundar frægir vegna þess að þeirra stærsti eiginleiki verður okkur mannfólkinu að öllu jöfnu ekki til frægðar: skilyrðislaus hollusta. Þú dvaldir löngum í stofuglugganum og fylgdist grannt með því sem fyrir augu bar í þessari frekar tíðindalausu úthverfagötu. Vei þeim ketti og svei þeim hundi sem dirfðist að leggja leið sína um götuna þína án þess að þú hefðir lagt blessun þína yfir ferðir þeirra. Þá var gelt hraustlega. Lofthelgin yfir húsinu var einnig á þína ábyrgð og krummi, mávur og annar fiðurfénaður fékk rækilega að heyra það ef farið var inn á umráðasvæði þitt. Fullorðinn, síðan gamall. Þú varðst veikur Kátur minn. Óskaplega veikur. Rannsóknir sýndu krabbamein. Tvö krabbamein. Og meira til. Með hjálp góðu dýralæknanna varðstu býsna brattur. Um tíma. Svo fór þér aftur að líða illa. Fallega skottið þitt var hætt að dillast. Fjörlega geltið heyrðist sjaldan. Þér leið svo illa. Eftir allt sem þú hafðir gert fyrir okkur var að taka ákvörðun. Það var það minnsta sem við gátum gert fyrir þig. Mikið óskaplega var það sárt. Áður en við fórum að heiman í síðasta skiptið vigtaði ég þig svo dýralæknirinn vissi hvað þú þyrftir stóran skammt. Þú varst 17,7 kíló. 17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði. Við fylgdum þér síðustu skrefin. Strukum feldinn sem hafði aldrei verið jafn mjúkur og dökknaði og blotnaði af tárunum okkar. Þakkartár fyrir það liðna. Og sorgartár vegna þess óliðna. Sem er líf án þín. Dökkbrúnu augunum deplað í síðasta sinn. Og svo kvaddirðu okkur. Sumir segja að menn og dýr fari í sumarlandið þegar þau deyja. Aðrir tala um að dýr fari yfir regnbogabrúna þegar þau kveðja þennan heim. Einhverjir segja að hundar fari til hundaguðs. Ég veit ekki hvar þú ert eða hvernig þú komst þangað. En ég sé þig fyrir mér valhoppa fjörlega yfir regnbogabrú yfir í sumarlandið. Allir verkir farnir, þú sérð og heyrir og skynjar eins og unghundur. Þér eru allir vegir færir. Karamellufeldur glitrar í sólskini. Súkkulaðiaugu sindra. Lakkrísnebbi hnusar af grænu grasi og ilmandi litríkum blómum. Og brjóstsykurshjarta slær kraftmikil slög af gleði og hamingju. Takk fyrir allt elsku góði hundurinn minn. Kátur 5.3.2009 - 11.8.2022. Höfundur er fréttamaður á RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Gæludýr Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Það varst þú Kátur minn. En við höfðum ekkert um þetta að segja - þú valdir okkur. Þegar þú varst orðinn nógu gamall til að skipta um heimili, sóttum við þig. Tvær litlar stelpur æptu af gleði og fóru í hundanáttföt þér til heiðurs. Þú sprangaðir gleiðgosalega um heimilið, lagðir blessun þína yfir aðstæður og lagðist til svefns. Svo sætur, svo ósköp sætur. Litlu stelpurnar sungu um þig lag: Karamellufeldur, súkkulaðiaugu, lakkrísnebbi og brjóstsykurshjarta. Nú voru fimm í fjölskyldunni. Lífið leið. Stelpurnar stækkuðu, urðu unglingar sem hefðu aldrei látið sjá sig í hundanáttfötum. Kláruðu grunnskóla, menntaskóla, fóru í háskóla. Urðu fullorðnar. Fullorðna fólkið varð enn fullorðnara. Gleði, sorgir, hlátur, grátur. Alls konar áfangar. Eins og gengur og gerist. Kátur. Þú varst alltaf til staðar. Tveggja ára gamall varstu óbærilegur. Hlýddir engu og snerir upp á þig eins og þóttafullt enskt hefðarmenni frá 18. öld þegar átti að siða þig til. En þú þroskaðist í sannkallaðan fyrirmyndarhund. Ótal leyndarmálum var hvíslað í sperrt þríhyrningseyru. Mjúkur feldur tók endalaust við tárum. Alla daga tókstu á móti okkur, fögnuðurinn alltaf jafn sannur og mikill eins og stórfenglegustu hátíðahöld allra tíma stæðu fyrir dyrum. Hjá þér voru jól, páskar og stórafmæli á hverjum degi, hver dagur ævintýri sem beið þess að gerast. Alltaf til í allt, alltaf glaður, alltaf kátur. Elsku Kátur. Sámur, sá vitri hundur sem varaði Gunnar á Hlíðarenda við óvinum hans, nafni hans, forsetahundur Ólafs Ragnars og Dorritar og svo Samson arftaki hans. Plútó hans Mikka, Tobbi hans Tinna og Tinkerbell hennar Parisar Hilton. Ég man ekki eftir fleiri frægum hundum í svipinn. Kannski verða fáir hundar frægir vegna þess að þeirra stærsti eiginleiki verður okkur mannfólkinu að öllu jöfnu ekki til frægðar: skilyrðislaus hollusta. Þú dvaldir löngum í stofuglugganum og fylgdist grannt með því sem fyrir augu bar í þessari frekar tíðindalausu úthverfagötu. Vei þeim ketti og svei þeim hundi sem dirfðist að leggja leið sína um götuna þína án þess að þú hefðir lagt blessun þína yfir ferðir þeirra. Þá var gelt hraustlega. Lofthelgin yfir húsinu var einnig á þína ábyrgð og krummi, mávur og annar fiðurfénaður fékk rækilega að heyra það ef farið var inn á umráðasvæði þitt. Fullorðinn, síðan gamall. Þú varðst veikur Kátur minn. Óskaplega veikur. Rannsóknir sýndu krabbamein. Tvö krabbamein. Og meira til. Með hjálp góðu dýralæknanna varðstu býsna brattur. Um tíma. Svo fór þér aftur að líða illa. Fallega skottið þitt var hætt að dillast. Fjörlega geltið heyrðist sjaldan. Þér leið svo illa. Eftir allt sem þú hafðir gert fyrir okkur var að taka ákvörðun. Það var það minnsta sem við gátum gert fyrir þig. Mikið óskaplega var það sárt. Áður en við fórum að heiman í síðasta skiptið vigtaði ég þig svo dýralæknirinn vissi hvað þú þyrftir stóran skammt. Þú varst 17,7 kíló. 17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði. Við fylgdum þér síðustu skrefin. Strukum feldinn sem hafði aldrei verið jafn mjúkur og dökknaði og blotnaði af tárunum okkar. Þakkartár fyrir það liðna. Og sorgartár vegna þess óliðna. Sem er líf án þín. Dökkbrúnu augunum deplað í síðasta sinn. Og svo kvaddirðu okkur. Sumir segja að menn og dýr fari í sumarlandið þegar þau deyja. Aðrir tala um að dýr fari yfir regnbogabrúna þegar þau kveðja þennan heim. Einhverjir segja að hundar fari til hundaguðs. Ég veit ekki hvar þú ert eða hvernig þú komst þangað. En ég sé þig fyrir mér valhoppa fjörlega yfir regnbogabrú yfir í sumarlandið. Allir verkir farnir, þú sérð og heyrir og skynjar eins og unghundur. Þér eru allir vegir færir. Karamellufeldur glitrar í sólskini. Súkkulaðiaugu sindra. Lakkrísnebbi hnusar af grænu grasi og ilmandi litríkum blómum. Og brjóstsykurshjarta slær kraftmikil slög af gleði og hamingju. Takk fyrir allt elsku góði hundurinn minn. Kátur 5.3.2009 - 11.8.2022. Höfundur er fréttamaður á RÚV.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun