Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda. VÍSIR/VILHELM Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur. Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur.
Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00
Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36