Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað 14. ágúst 2022 19:06 Nökkvi Þeyr skoraði tvö marka KA í leiknum. Vísir/Hulda Margrét KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti