Það var Kelvin Kwarteng Yeboah sem skoraði eftir stoðsendingu Alberts sem var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins en hann var áminntur með gulu spjaldi í leiknum.
Þessi 24 ára gamli framherji byrjar vel á keppnistímabilinu sem nýhafið er en hann skoraði tvö marka liðsins í bikarsigri á dögunum.
Hilmir Rafn Mikaelsson, sem skoraði einnig tvö mörk fyrir Venezia í bikarnum í síðustu viku, var ónotaður varamaður hjá Venezia.