Utan vallar: Hugur manns er hjá þeim sem halda bæði með FH og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 10:01 Cristiano Ronaldo og Guðmundur Kristjánsson eru tveir af allra reyndustu leikmönnum Manchester United og FH en hafa líklega aldrei upplifað eins mikið mótlæti og nú. Samsett/EPA&Hulda Margrét Að vera bæði FH og Manchester United stuðningsmaður í dag er algjört kvalræði og þau hin sömu hljóta að þurfa á miklum og jákvæðum stuðningi að halda eftir enn eina martraðarhelgina. FH og Manchester United eru risastórir fótboltaklúbbar í sínum löndum og stuðningsmenn hvors félags eru vanir því að sjá lið sín berjast um titlana. Síðustu vikur hljóta því að vera einstaklega erfiðar fyrir kröfuharða stuðningsmenn þeirra því bæði eru í tómu tjóni á hinum enda töflunnar. Það er vissulega skýr krafa í bæði Kaplakrika og á Old Trafford að keppa af alvöru um alla titla og ekkert nema titilbarátta er því ásættanlegt í Manchester og Hafnarfirði. Bæði félögin upplifðu líka sannkallaða gullöld fyrir ekki svo löngu síðan. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) FH-liðið vann átta Íslandsmeistaratitla á árunum 2004 til 2016 og Manchester United vann þrettán Englandsmeistaratitla frá 1993 til 2013. Risarnir vöknuðu báðir og röðuðu inn titlunum. Að vera stuðningsmaður FH og United frá 2004 til 2013 var nær ein stanslaus sigurhátíð. Síðustu ár hafa vissulega ekki verið sigursæl hjá þessum liðum en þau hafa oftast þó verið með í baráttunni nálægt toppi deildanna. Krafan á hverju tímabili er að koma liðinu aftur á sinn rétta stað. Árið 2022 átti líka að vera ár þar sem þessi félög ætluðu sér að komast aftur í hóp bestu liðanna eftir slakt tímabil á undan. Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13) Manchester United endaði í sjötta sæti og missti af sæti í Meistaradeildinni. FH endaði í sjötta sæti sem var versti árangur liðsins síðan að liðið endaði í sama sæti sumarið 2002. Bæði lið hafa skipt um þjálfara, Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH liðinu af Ólafi Jóhannessyni um mitt sumar og Erik ten Hag tók við Manchester United liðinu strax eftir síðasta tímabil. Margar þjálfarabreytingar á báðum stöðum höfðu ekki borið þann árangur sem var krafist en þessir tveir þóttu líklegir til að rífa liðin aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Margir hugsuðu eflaust líka með sér að þetta gæti nú varla versnað. Jú, það sem þetta haust hefur sýnt okkur er að lengi getur vont versnað. Manchester United hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 1-6 og situr í neðsta sæti deildarinnar. United menn hafa í raun ekki enn skorað sjálfir eftir 180 mínútur því eina mark liðsins var sjálfsmark. Það þarf síðan að fara meira en hundrað ár aftur í tímann til að finna stjóra Manchester United sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11) FH liðið hefur nú ekki skorað í sex deildarleikjum í röð (markið þeirra í gær var sjálfsmark hjá ÍBV) og liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-9. Síðasti sigur FH-liðsins í Bestu deildinni kom fyrir þremur mánuðum (15. maí) og þeir skoruðu síðast sjálfir í deildinni 4. júlí eða fyrir einum mánuði og tíu dögum betur. Svona til að strá salti í sárið þá er Manchester City með fullt hús á toppnum og líklegir til að vinna þriðja meisraratitilinn í röð og þann fimmta á sex árum. Hvað varðar FH þá er Ólafur Jóhannesson, þjálfari sem FH rak í júní, búinn að gerbreyta liði Valsmanna sem vann sinn þriðja leik í röð með því að rassskella Stjörnuna 6-1. Það væri því gott ef þú veist af aðila sem heldur með FH á Íslandi og Manchester United á Englandi að heyra í viðkomandi og athuga með hann. Finna eitthvað annað til að tala um en fótbolta og reyna að létta þeim lundina. Þeir þurfa svo sannarlega á einhverjum jákvæðum fréttum að halda á þessum hryllilegu tímum. Besta deild karla Enski boltinn FH Utan vallar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
FH og Manchester United eru risastórir fótboltaklúbbar í sínum löndum og stuðningsmenn hvors félags eru vanir því að sjá lið sín berjast um titlana. Síðustu vikur hljóta því að vera einstaklega erfiðar fyrir kröfuharða stuðningsmenn þeirra því bæði eru í tómu tjóni á hinum enda töflunnar. Það er vissulega skýr krafa í bæði Kaplakrika og á Old Trafford að keppa af alvöru um alla titla og ekkert nema titilbarátta er því ásættanlegt í Manchester og Hafnarfirði. Bæði félögin upplifðu líka sannkallaða gullöld fyrir ekki svo löngu síðan. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) FH-liðið vann átta Íslandsmeistaratitla á árunum 2004 til 2016 og Manchester United vann þrettán Englandsmeistaratitla frá 1993 til 2013. Risarnir vöknuðu báðir og röðuðu inn titlunum. Að vera stuðningsmaður FH og United frá 2004 til 2013 var nær ein stanslaus sigurhátíð. Síðustu ár hafa vissulega ekki verið sigursæl hjá þessum liðum en þau hafa oftast þó verið með í baráttunni nálægt toppi deildanna. Krafan á hverju tímabili er að koma liðinu aftur á sinn rétta stað. Árið 2022 átti líka að vera ár þar sem þessi félög ætluðu sér að komast aftur í hóp bestu liðanna eftir slakt tímabil á undan. Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13) Manchester United endaði í sjötta sæti og missti af sæti í Meistaradeildinni. FH endaði í sjötta sæti sem var versti árangur liðsins síðan að liðið endaði í sama sæti sumarið 2002. Bæði lið hafa skipt um þjálfara, Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH liðinu af Ólafi Jóhannessyni um mitt sumar og Erik ten Hag tók við Manchester United liðinu strax eftir síðasta tímabil. Margar þjálfarabreytingar á báðum stöðum höfðu ekki borið þann árangur sem var krafist en þessir tveir þóttu líklegir til að rífa liðin aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Margir hugsuðu eflaust líka með sér að þetta gæti nú varla versnað. Jú, það sem þetta haust hefur sýnt okkur er að lengi getur vont versnað. Manchester United hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 1-6 og situr í neðsta sæti deildarinnar. United menn hafa í raun ekki enn skorað sjálfir eftir 180 mínútur því eina mark liðsins var sjálfsmark. Það þarf síðan að fara meira en hundrað ár aftur í tímann til að finna stjóra Manchester United sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11) FH liðið hefur nú ekki skorað í sex deildarleikjum í röð (markið þeirra í gær var sjálfsmark hjá ÍBV) og liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 1-9. Síðasti sigur FH-liðsins í Bestu deildinni kom fyrir þremur mánuðum (15. maí) og þeir skoruðu síðast sjálfir í deildinni 4. júlí eða fyrir einum mánuði og tíu dögum betur. Svona til að strá salti í sárið þá er Manchester City með fullt hús á toppnum og líklegir til að vinna þriðja meisraratitilinn í röð og þann fimmta á sex árum. Hvað varðar FH þá er Ólafur Jóhannesson, þjálfari sem FH rak í júní, búinn að gerbreyta liði Valsmanna sem vann sinn þriðja leik í röð með því að rassskella Stjörnuna 6-1. Það væri því gott ef þú veist af aðila sem heldur með FH á Íslandi og Manchester United á Englandi að heyra í viðkomandi og athuga með hann. Finna eitthvað annað til að tala um en fótbolta og reyna að létta þeim lundina. Þeir þurfa svo sannarlega á einhverjum jákvæðum fréttum að halda á þessum hryllilegu tímum.
Síðustu sex deildarleikir FH 0-1 tap á móti FH 0-3 tap á móti Víkingi 0-0 jafntefli á móti Breiðabliki 0-2 tap á móti Val 0-3 tap á móti KA 1-4 tap á móti ÍBV Samtals: 1 stig úr 6 leikjum -12 í markatölu (1-13)
Síðustu fjórir deildarleikir Manchester United 0-4 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-1 tap á móti Crystal Palace 1-2 tap á móti Brighton & Hove Albion 0-4 tap á móti Brentford Samtals: 0 stig úr 4 leikjum -10 í markatölu (1-11)
Besta deild karla Enski boltinn FH Utan vallar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira