Óvissuflugið þarf að enda Ingibjörg Isaksen skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Óvissan um Hvassahraun Síðustu ár hefur mikið verið rætt um uppbyggingu á nýjum flugvelli í Hvassahrauni. Undanfarna daga hefur greinilega komið fram í umræðunni að eldgos á Reykjanesi breytir mati og viðhorfum sérfræðinga og almennings til flugvallarkostsins í Hvassahrauni og enn einu sinni kemur í ljós að Reykjavíkurflugvöllur er afar mikilvægur hvort sem litið er á hann sem varaflugvöll eða almennan flugvöll fyrir innanlandsflug, sjúkraflug, þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar o.fl. Þegar Hvassahraun þótti vænlegasti staðurinn fyrir uppbyggingu flugvallar byggði það á spám um að ekki myndi gjósa á Reykjanesskaga næstu tvær aldir. Nú er komin upp ný staða sem ekki er hægt að líta fram hjá. Veðurstofan hefur það verkefni nú að meta áhættuna og stefnt er að því að hún skili því verkefni af sér á fyrrihluta næsta árs. Ef niðurstaða þess verkefnis leiðir í ljós að Hvassahraun sé ekki vænlegur kostur þarf að skoða hvort og ef annar og betri staður finnst. Slíkt tekur mörg ár, en það tekur um 15-20 ár að meta, hanna og byggja slíkan völl. Á sama tíma eru önnur stór og dýr verkefni framundan s.s. Sundabraut, Borgarlína og Landspítali, ásamt því að bæta þarf og byggja upp flugvelli á Akureyri og Egilsstöðum svo nýta megi þá flugvelli betur þar sem kröfur eru sífellt að aukast, bæði vegna ferðaþjónustu og fraktflutninga á ferskvöru. Við eigum flugvöll Styrkur Reykjavíkurflugvallar er gríðarlegur. Mikilvægt er að hefjast handa við að efla hann enn frekar og bæta. Reykjavíkurflugvöllur er samfélagslega mikilvægur, nálægð við miðborg, stjórnsýslu, háskóla og Landspítala spilar þar lykilhlutverk. Í umræðunni um uppbyggingu íbúðabyggðar í Vatnsmýrinni gleymist oft mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn rétt á sömu heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að einfalt sé að nálgast þá þjónustu, flugvöllur í Reykjavík tryggir það. Vissulega er nauðsynlegt að bæta heilbrigðisþjónustu út á landi en óraunhæft er að veita alla þá þjónustu þar sem þörf kann að vera á. Þá er völlurinn einnig afar mikilvægur fyrir ferðaþjónustu um allt land. Á næstu árum er fyrirséð að miklar tækniframfarir komi til með að eiga sér stað í fluginu. Rafmagnsflugvélar eru á næsta leiti og Reykjavíkurflugvöllur getur orðið einn af styrkleikum borgarinnar til næstu áratuga með rafmagnsflugvélar í notkun nálægt stærsta atvinnu og háskólasvæði höfuðborgarinnar, vísinda og grósku í nýsköpun í Reykjavík Science City og með Landspítala á sama svæði. Nú er mál að linni Ef litið er til skýrslu vinnuhóps sem hét „Flugvallarkostir á suðvesturhluta landsins“ (skýrsla Eyjólfs Árna Rafnssonar frá árinu 2019), er ekkert sem bendir til þess að Reykjavíkurflugvöllur fari næstu 15-20 árin og afar vafasamt að Hvassahraun sé álitlegur kostur, ekki síst í ljósi síðustu atburða, þótt hann komi þar helst til greina. Vegna óvissu hefur Reykjavíkurflugvöllur ekki fengið nauðsynlega yfirhalningu í 20 ár. Beðið hefur verið með viðhald vegna hugmynda um nýjan flugvöll sem nú virðast vera að renna út í sandinn, já eða út í hraun. Við þurfum að hætta þessari óvissu um Reykjavíkurflugvöll og þrengja ekki meir að vellinum. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum, við getum ekki látið önnur 20 ár líða. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Framsóknarflokkurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Ingibjörg Ólöf Isaksen Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Óvissan um Hvassahraun Síðustu ár hefur mikið verið rætt um uppbyggingu á nýjum flugvelli í Hvassahrauni. Undanfarna daga hefur greinilega komið fram í umræðunni að eldgos á Reykjanesi breytir mati og viðhorfum sérfræðinga og almennings til flugvallarkostsins í Hvassahrauni og enn einu sinni kemur í ljós að Reykjavíkurflugvöllur er afar mikilvægur hvort sem litið er á hann sem varaflugvöll eða almennan flugvöll fyrir innanlandsflug, sjúkraflug, þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar o.fl. Þegar Hvassahraun þótti vænlegasti staðurinn fyrir uppbyggingu flugvallar byggði það á spám um að ekki myndi gjósa á Reykjanesskaga næstu tvær aldir. Nú er komin upp ný staða sem ekki er hægt að líta fram hjá. Veðurstofan hefur það verkefni nú að meta áhættuna og stefnt er að því að hún skili því verkefni af sér á fyrrihluta næsta árs. Ef niðurstaða þess verkefnis leiðir í ljós að Hvassahraun sé ekki vænlegur kostur þarf að skoða hvort og ef annar og betri staður finnst. Slíkt tekur mörg ár, en það tekur um 15-20 ár að meta, hanna og byggja slíkan völl. Á sama tíma eru önnur stór og dýr verkefni framundan s.s. Sundabraut, Borgarlína og Landspítali, ásamt því að bæta þarf og byggja upp flugvelli á Akureyri og Egilsstöðum svo nýta megi þá flugvelli betur þar sem kröfur eru sífellt að aukast, bæði vegna ferðaþjónustu og fraktflutninga á ferskvöru. Við eigum flugvöll Styrkur Reykjavíkurflugvallar er gríðarlegur. Mikilvægt er að hefjast handa við að efla hann enn frekar og bæta. Reykjavíkurflugvöllur er samfélagslega mikilvægur, nálægð við miðborg, stjórnsýslu, háskóla og Landspítala spilar þar lykilhlutverk. Í umræðunni um uppbyggingu íbúðabyggðar í Vatnsmýrinni gleymist oft mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn rétt á sömu heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að einfalt sé að nálgast þá þjónustu, flugvöllur í Reykjavík tryggir það. Vissulega er nauðsynlegt að bæta heilbrigðisþjónustu út á landi en óraunhæft er að veita alla þá þjónustu þar sem þörf kann að vera á. Þá er völlurinn einnig afar mikilvægur fyrir ferðaþjónustu um allt land. Á næstu árum er fyrirséð að miklar tækniframfarir komi til með að eiga sér stað í fluginu. Rafmagnsflugvélar eru á næsta leiti og Reykjavíkurflugvöllur getur orðið einn af styrkleikum borgarinnar til næstu áratuga með rafmagnsflugvélar í notkun nálægt stærsta atvinnu og háskólasvæði höfuðborgarinnar, vísinda og grósku í nýsköpun í Reykjavík Science City og með Landspítala á sama svæði. Nú er mál að linni Ef litið er til skýrslu vinnuhóps sem hét „Flugvallarkostir á suðvesturhluta landsins“ (skýrsla Eyjólfs Árna Rafnssonar frá árinu 2019), er ekkert sem bendir til þess að Reykjavíkurflugvöllur fari næstu 15-20 árin og afar vafasamt að Hvassahraun sé álitlegur kostur, ekki síst í ljósi síðustu atburða, þótt hann komi þar helst til greina. Vegna óvissu hefur Reykjavíkurflugvöllur ekki fengið nauðsynlega yfirhalningu í 20 ár. Beðið hefur verið með viðhald vegna hugmynda um nýjan flugvöll sem nú virðast vera að renna út í sandinn, já eða út í hraun. Við þurfum að hætta þessari óvissu um Reykjavíkurflugvöll og þrengja ekki meir að vellinum. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum, við getum ekki látið önnur 20 ár líða. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar