Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík Elísabet Hanna skrifar 16. ágúst 2022 13:10 Flugeldasýningin stendur ávallt upp úr á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér. Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér.
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36