Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík Elísabet Hanna skrifar 16. ágúst 2022 13:10 Flugeldasýningin stendur ávallt upp úr á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér. Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér.
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36