Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 14:00 Emilía Rós Ómarsdóttir var valin íþróttamaður ársins af Skautafélagi Akureyrar árið 2015. Skautafélag Akureyrar Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. „Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“ MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
„Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti