Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun