Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 07:53 Gunnar Smári fer hörðum orðum um fjármálaráðherra í aðsendri grein á Vísi Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. „Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00