Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. ágúst 2022 09:01 Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun