Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Hann segir fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana villandi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Við lítum á skemmdarverk sem hafa verið unnin á listasýningu Hinsegin daga á Austurvelli. Lögfræðingur telur þau geta flokkast sem hatursorðræðu og telur ítrekuð sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma gríðarlegt áhyggjuefni.
Þá kíkjum við á sérstaka listasýningu - þar sem verkin eru unnin úr tíðarblóði og förum með Magnúsi Hlyni á Skriðuklaustur þar sem hann prófar ný sýndarveruleikagleraugu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.