„Ég get ruglað og bullað með Guðna“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 21:30 Hilmar Örn ætlar að rugla og bulla með Guðna Val í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag. Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42
Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12