Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:01 Liz Cheney er einn harðasti andstæðingur Donald Trump innan Repúblikanaflokksins. AP Photo/Jae C. Hong Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur. Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur.
Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent