Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Getty/Juan Manuel Serrano Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM. KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira