Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun