Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 16:56 Rakel Júlía Jónsdóttir var á meðal fjölmargra sem földu sig í krókum og kimum verslunarmiðstöðvarinnar á meðan lögregla leitaði skotmanns. Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40