Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 07:52 Gan Bingdong stendur á botni uppistöðulóns nálægt býli sínu sem hefur nánast tæmst vegna þurrkanna. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein
Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40