Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Meðal þess sem hefur komið upp á yfirborðið vegna þurrka í Evrópu og Kína eru herskip nasista úr Seinni heimsstyrjöld, spænskir bautasteinar og margra alda gamlar Búddastyttur. Samsett Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua. Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua.
Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent