Í samtali við Financial Times heldur Gatilov því fram að samningafulltrúar stjórnvalda í Moskvu og Kænugarði hefðu verið afar nálægt því að ná saman í apríl síðastliðnum en Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið hefðu þrýst á ráðamenn í Úkraínu að ganga frá borðinu.
Gatilov segist ekki sjá að það sé hægt að komast að friðsamlegri lausn við samningaborðið og gerir ráð fyrir langvarandi átökum.
Þá endurómar hann ítrekaðar fullyrðingar stjórnvalda í Rússlandi um að Rússar eigi í raun í stríði við Bandaríkin og Nató í gegnum Úkraínumenn og segir Vesturlönd munu berjast þar til síðasti Úkraínumaðurinn hefur fallið.
Top Russian diplomat dismisses hopes of negotiated end to Ukraine war https://t.co/lW8lXGoChB
— FT World News (@ftworldnews) August 22, 2022