Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 17:30 Bayern hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Svo miklum að í raun er liðið svo gott sem búið að vinna deildina. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira