Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Áhöfn togbátsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust fyrir klukkan hálf tíu í kvöld og var áhöfn þyrlunnar þegar kölluð út ásamt slökkviliðsmönnum frá höfuðborgarsvæðinu sem fóru vestur með þyrlunni.
Fram kemur í tilkynningu að tíu voru um borð í togbátnum. Áhöfninni hafi tekist að loka vélarrúminu og rúmum hálftíma eftir að aðstoðarbeiðni barst var búið að reykræsta bátinn.
Þyrla Gæslunnar hafi þá snúið við en björgunarbátur Landsbjargar hélt áleiðis að togbátnum og er væntanlegt að honum klukkan ellefu. Hann mun fylgja togbátnum til hafnar.