Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk stilla sér upp fyrir æfingarleik á móti ítalska félaginu AS Roma á Ítalíu á dögunum. Getty/Luciano Rossi Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag. Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins. Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira