Hreinn lauk laganámi árið 1983 og er með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann hefur starfað sem lögmaður á sinni eigin stofu og síðar sem meðeigandi lögmannsstofunnar að Höfðabakka.
Hreinn var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu er hún var dómsmálaráðherra og starfaði einnig sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra eftir að Jón Gunnarsson tók við embættinu.
Hann entist þó ekki lengi í starfi sem aðstoðarmaður Jóns, einungis tvær vikur. „Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ skrifaði Hreinn á Facebook-síðu sína er hann tilkynnti um uppsögn sína.
Hreinn hefur nú þegar hafið störf og mun sinna starfinu ásamt Áslaugu Huldu Jónsdóttir. Áslaug hefur verið fastráðin sem aðstoðarmaður eftir að Magnús Júlíusson lét af störfum fyrr í sumar. Hún hafði áður verið tímabundinn aðstoðarmaður í fjarveru Eydísar Örnu.