Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 09:30 Skrifstofa forseta Íslands gagnrýnir vinnubrögð Fréttablaðsins í yfirlýsingu í morgun. Vísir/Vilhelm Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20