Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2022 23:49 Bandarískir hermenn í þyrlu yfir Sýrlandi í fyrra. Getty/John Moore Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik. Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik.
Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira