Berglind hjá PSG næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 09:16 Berglind Björg Þorvaldsdóttir með PSG-treyjuna og staðfestingu á því að samningur hennar gildir til ársins 2024. PSG.fr Nú í morgun, sólarhring eftir að norska félagið Brann greindi frá sölunni, tilkynnti franska félagið PSG að það hefði fest kaup á landsliðsframherjanum Berglindi Björg Þorvaldsdóttur frá Brann. Eyjakonan skrifaði undir samning við franska stórliðið sem gildir til 30. júní 2024. Mögulega verður Berglind því í leikmannahópi PSG strax á sunnudaginn þegar liðið mætir Lyon í árlegum meistaraleik í Frakklandi. Þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í Frakklandi síðustu ár en Lyon oftar haft yfirhöndina. PSG varð þó franskur meistari 2021 en Lyon endurheimti titilinn í vor. Fyrsti deildarleikur Berglindar gæti orðið gegn Soyaux í París 9. september, þegar hún snýr aftur til borgarinnar eftir landsleikina með Íslandi gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM. PSG keypti Berglindi frá Brann og segir sérfræðingurinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals, ljóst að henni sé ætlað hlutverk í franska stórliðin. Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Hún snýr nú aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk, það tólfta á Evrópumótinu í Englandi í sumar. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Eyjakonan skrifaði undir samning við franska stórliðið sem gildir til 30. júní 2024. Mögulega verður Berglind því í leikmannahópi PSG strax á sunnudaginn þegar liðið mætir Lyon í árlegum meistaraleik í Frakklandi. Þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í Frakklandi síðustu ár en Lyon oftar haft yfirhöndina. PSG varð þó franskur meistari 2021 en Lyon endurheimti titilinn í vor. Fyrsti deildarleikur Berglindar gæti orðið gegn Soyaux í París 9. september, þegar hún snýr aftur til borgarinnar eftir landsleikina með Íslandi gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM. PSG keypti Berglindi frá Brann og segir sérfræðingurinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals, ljóst að henni sé ætlað hlutverk í franska stórliðin. Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Hún snýr nú aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk, það tólfta á Evrópumótinu í Englandi í sumar.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira