Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“ Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2022 08:15 Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af. Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
„Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af.
Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira