Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2022 09:10 Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt við vinnslu í gasvinnsluverum, eins og sjá má á þessari mynd. Það sem þykir óvenjulegt við brunann í Portovaya-verinu er magn gassins sem er brennt, sem og í hversu langan tíma bruninn hefur staðið. Karol Serewis/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“ Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
BBC greinir frá og vitnar í greiningu orkurannsóknarfyrirtækisins Rystad Energy. Í frétt BBC segir að Rússar brenni gasi að virði tíu milljónir dollara á degi hverjum, um 1,4 milljarð króna, í Portovaya-gasvinnsluverinu, ekki langt frá St. Pétursborg, skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Sérfræðingar segja að alla jafna færi gasið um gasleiðslur frá Rússlandi til Þýskalands, en gasvinnsluverið er skammt frá þrýstistöð við upphaf Nord Stream 1 gasleiðslurnar. Vegna stríðs Rússa í Úkraínu hefur dregið úr gassendingum í gegnum leiðsluna. Rússar segjast hafa átt í tæknilegum vandræðum með hana en þýsk yfirvöld segja að ástæðan sé pólitísks eðlis, vegna andstöðu vestrænna ríkja við aðgerðum Rússa í Úkraínu. Í frétt BBC segir að íbúar Finnlandsmegin við landamæri Finnlands og Rússlands hafi í sumar tekið eftir gríðarstórum loga við sjóndeildarhringinn. Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur verið skert að undanförnu.Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Ekki er óalgengt að afgangsgasi sé brennt í gasvinnsluverum. Sérfræðingar við BBC segja hins vegar að gögn bendi til þess að óvenjumiklu gasi sé brennt við umrætt gasvinnsluver. Sérfræðingar telja líklegt að bruninn sé vegna tæknilegra vandamála Í frétt BBC er rætt við Mark Davis, forstjóra fyrirtækis sem sérhæft hefur sig í að finna lausnir til að koma í veg fyrir að afgansgasi sé brennt í gasvinnsluverum. „Rekstraraðilar eru oft tregir til að slökkva á verunum í ótta um að það geti reynst tæknilega erfitt að koma þeim aftur af stað. Það er líklega það sem um ræðir hér,“ er haft eftir Davis. Þá er einnig rætt við Esa Vakkilainen, prófessor í verkfræði, við LUT-háskólann í Finnlandi. Hann telur líklegt að ástæðan sé tæknilegs eðlis. „Svona bruni í svona langan tíma gæti þýtt að það vanti einhvern tæknibúnað,“ er haft eftir Vakkilainen sem bendir til viðskiptaþvingana vestrænna ríkja á Rússa. „Vegna þess geta þeir ekki framleitt þá loka eða ventla sem standast gæðakröfur og er þörf á í olíu-og gasvinnslu. Mögulega er einhverjir ventlar brotnir sem ekki er hægt að skipta út.“
Rússland Finnland Orkumál Umhverfismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira