„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Ásmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins og telur pressuna vera jafnt á báðum liðum. Vísir/Hulda Margrét „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. „Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00