Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 00:14 Rannsakendur segja njósnarann, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Napólí. bellingcat Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian. Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian.
Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira