Veður

Sólríkur dagur framundan

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Um að gera að nýta sér góða veðrið og rölta um miðbæinn.
Um að gera að nýta sér góða veðrið og rölta um miðbæinn. vísir/vilhelm

Það er sólríkur dagur í kortunum í dag víðs vegar um landið. Sennilega er um að ræða einn af síðustu sumardögum ársins, ef marka má veðurspá næstu vikuna.

Í dag verður hæg breytileg átt í dag og víða þurrt og bjart veður en líkur á þokubökkum við norðurströndina. Hiti 9 til 17 stig yfir daginn, hlýjast á Vesturlandi.

Suðaustan 5-10 vestantil á morgun, skýjað og sums staðar dálítil væta. Annars hæg breytileg átt og áfram bjart veður. Hiti 11 til 16 stig yfir daginn. Nánar má kyna sér veður á vef Veðurstofunnar.

Horfur næstu daga

Á mánudag:

Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en hægara og bjartviðri á norðanverðu landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á þriðjudag:

Sunnan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning, hvassast úti við sjóinn, en bjartviðri noraðaustanlands. Áfram hlýtt í veðri.



Á miðvikudag:


Stífar suðlægar áttir og vætusamt, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Á fimmtudag:

Sunnankaldi og rigning með köflum, en hægara og úrkomulítið vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×