„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 10:16 Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. „Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
„Ég er bara rosalega spennt. Það er búin að vera svolítil brekka fyrir okkur, margar breytingar og svona, en ég held að við séum búin að höndla það bara mjög vel,“ sagði Natasha í samtali við Stöð 2 í gær. Blikaliðið er nýkomið heim frá Noregi þar sem liðið lék tvo leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 4-2 tap gegn heimakonum í Rosenborg og náðu því ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar komi sterkari til baka. „Þetta var lærdómsríkt verkefni fyrir okkur. Fyrsti leikurinn var mjög erfiður og fyrri hálfleikurinn þar var ekki nógu góður. Svo komum við sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðum að skora tvö, en það var ekki nóg. Seinni leikurinn var betri og við náðum að jafna okkur eftir fyrri leikinn og við komum bara mjög peppaðar inn í seinni leikinn.“ „Ég veit að við náðum ekki að komast áfram og að þessi seinni leikur hafi ekki skipt mjög miklu máli, en hann skipti mjög miklu máli fyrir okkur.“ „Núna erum við bara búnar að vera ótrúlega peppaðar á æfingum og búnar að æfa mjög vel þannig ég held að við séum rosalega tilbúnar í þennan leik,“ sagði Natasha um bikarúrslitaleikinn sem framundan er. Klippa: Natasha Moraa fyrir bikarúrslitaleikinn Halda spennustiginu niðri og taka lærdóm af tapinu gegn Val í deildinni Þrátt fyrir það að bikarúrslitaleikurinn sé vissulega ekki eins og hver annar leikur þá segir Natasha að liðið reyni að halda undirbúningnum fyrir leikinn svipuðum og fyrir aðra leiki. „Við reynum að halda þessu eins og fyrir aðra leiki. Eini munirinn er að það er bikar undir. Þú vilt bara vinna. Þannig að við erum með gott jafnvægi á þessu, tilbúnar í leikinn, en reynum að vera ekki með of hátt spennustig.“ Breiðablik og Valur áttust við í Bestu-deild kvenna fyrr í sumar þar sem Valskonur höfðu betur. Natasha segir að hún og liðsfélagar hennar hafi lært af þeim leik og muni nýta sér það í dag. „Í allt sumar erum við búnar að læra eitthvað frá hverjum leik fyrir sig. Þannig að við munum nota það og taka með okkur inn í þennan leik og ég held að við séum bara tilbúnar að mæta þeim.“ Hafa titil að verja Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og fá nú tækifæri til að verja titilinn og halda bikarnum í Kópavoginum. Með sigri þá jafnar Breiðablik Val í titlafjölda en Natasha segist þó lítið vera að hugsa um það. „Maður getur verið með það á bak við eyrað en við erum ekki að hugsa of mikið um það. Þetta snýst bara um þennan leik á laugardaginn og að vinna hann og svo getum við hugsað um þetta þegar við erum búnar að vinna og lyfta bikarnum,“ sagði Natasha létt. „Þær eru með rosalega gott lið og eru að koma úr Meistaradeildarleikjum sem gengu mjög vel hjá þeim. Þannig að við verðum að vera rosalega skipulagðar og tilbúnar í það hvernig þær sækja og svona. En ef við spilum okkar leik þá er ég viss um að þetta detti okkar megin,“ sagði Natasha að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn